Límonaði




Þetta límonaði geri ég stundum á heitum sumardögum þegar mig langar í eitthvað súrt og svalandi. Uppskriftin er afar einföld og fljótleg.

700 ml heitt vatn
safi úr 2 sítrónum
5-6 msk flórsykur

Hitið vatn og hrærið sítrónusafa og flórsykri saman við þar til sykurinn leysist upp.
Setjið í kæli eða frysti og látið kólna.
Berið fram ískalt með klaka.

Til að stytta tímann sem það tekur fyrir límonaðið að kólna má setja flórsykurinn og sítrónusafann í 300 ml af heitu vatni og bæta svo mikið af klaka út í.


Verði ykkur að góðu!

Ummæli

Vinsælar færslur