Dásamlegur svínapottréttur
Áhugi minn á pottréttum hefur aukist til muna undanfarið. Mér þykir virkilega skemmtilegt að prófa mig áfram með hinar ýmsu kryddblöndur og pottréttir eru tilvaldir í þá tilraunastarfsemi.
Þennan grísapottrétt gerðum við pabbi saman í vikunni. Uppskriftina fékk ég hjá eiginmanni tengdamömmu minnar sem er sannkallaður pottréttasérfræðingur. Það er alltaf svo dásamlegt að fara í mat til tengdó á Akranesi og fá dýrindis pottréttina sem hann er svo góður í að gera.
Karrýpottréttur
Fyrir 6-7 manns
600 g grísahnakki eða gúllas
2 msk smjör
2 msk olía
3 tsk karrý
salt
svartur pipar
1 1/2 laukur
2 stórar gulrætur
1 rauð paprika
1 gul paprika
400 g sveppir
3 hvítlauksrif
3 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 msk tómatpúrra
500 ml matreiðslurjómi
2 teningar nautakraftur
Skerið grísahnakka í bita og brúnið á pönnu með smjöri og olíu. Sáldrið karrý yfir kjötið ásamt salti og svörtum pipar eftir smekk. Skerið lauk, gulrætur, papriku og sveppi í hæfilega stóra bita og pressið hvítlauk. Steikið grænmetið þar til það fer að mýkjast og setjið í pott ásamt kjötbitum. Skerið niðursoðna tómata í smáa bita og setjið í pottinn ásamt tómatpúrru og rjóma. Hitið pottréttinn að suðu og látið krauma í 45 mínútur. Smakkið til með nautakrafti, salti og svörtum pipar.
Ég nota grísahnakka frekar en gúllas því hann verður mýkri í pottréttinum. Gott er að skipta svínakjötinu út fyrir nautakjöt við fínni tilefni eða jafnvel hafa nautakjöt og svínakjöt til helminga.
Best þykir mér að bera karrýpottréttinn fram með hrísgrjónum, salati og heimagerðu hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu!
Tinna Björg
Ég nota grísahnakka frekar en gúllas því hann verður mýkri í pottréttinum. Gott er að skipta svínakjötinu út fyrir nautakjöt við fínni tilefni eða jafnvel hafa nautakjöt og svínakjöt til helminga.
Best þykir mér að bera karrýpottréttinn fram með hrísgrjónum, salati og heimagerðu hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu!
Tinna Björg
Ummæli
Skrifa ummæli