Um migÉg heiti Tinna Björg og er 31 árs Kópavogsbúi.

Mín helstu áhugamál eru bakstur og matargerð, hestamennska, útivist og alls kyns handverksvinna, svo sem prjóna- og saumaskapur. Ég hef einnig gaman af ýmsu föndri og garðyrkju. Ég er lögfræðingur, lögreglumaður og móðir. Frá blautu barnsbeini hef ég verið sérlegur áhugamaður um matargerð. Ef ég var ekki með nefið ofan í pottunum hjá móður minni horfði ég á matreiðsluþætti með fyrstu ástinni minni, Sigga Hall.

Í gegnum árin hef ég sankað að mér ógrynni af uppskriftum sem mig langar til að deila með lesendum.

Á síðunni deili ég uppskriftum ásamt vangaveltum tengdum matargerð, ýmsum hugmyndum og húsráðum.


Ef þú hefur fyrirspurn skaltu endilega senda mér línu í tölvupósti.
Netfangið mitt er tinna_bjorg@hotmail.com

Ummæli

Vinsælar færslur