Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreo kexi
420 g hveiti
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
170 g brætt
smjör
370 ml mjólk
3 tsk
vanilludropar
3 stór egg
1 pakki Oreo
kexkökur
Krem
450 g mjúkt
smjör
500 g flórsykur
fræ úr 1
vanillustöng
80 g hvítt
súkkulaði
Blandið
þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í
einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum.
Hellið deiginu í
tvö 24 cm kökuform.
Bakið við 170° í
25-30 mínútur.
Kælið botnana.
Þeytið smjör og
flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið
saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið.
Setjið annan
kökubotninn á fallegan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið
yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu
lagi af kremi.
Notið stút 1M
eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rósinni og sprautið
svo í hringi.
Hægt er að finna
mörg kennslumyndbönd á YouTube sem sýna hvernig á að gera rósir.
Munið að æfingin
skapar meistarann!
Verði
ykkur að góðu!
Ummæli
Skrifa ummæli