Vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreo kexi

Þessa köku geri ég mjög reglulega enda hefur hún slegið rækilega í gegn. Hún er svo stór að hún gæti fætt heilan her. Kakan er alveg tilvalin fyrir vanilluunnendur eins og mig. Hvíta súkkulaðið í kreminu gefur góða fyllingu og passar afar vel við vanilluna í kökunni.

420 g hveiti
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
170 g brætt smjör
370 ml mjólk
3 tsk vanilludropar
3 stór egg
1 pakki Oreo kexkökur

Krem
450 g mjúkt smjör
500 g flórsykur
fræ úr 1 vanillustöng
80 g hvítt súkkulaði  

Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu. Bræðið smjör og hrærið saman við ásamt vanilludropum.
Hellið deiginu í tvö 24 cm kökuform.
Bakið við 170° í 25-30 mínútur.
Kælið botnana.

Þeytið smjör og flórsykur saman. Kjúfið vanillustöng í tvennt, skafið fræin úr henni og hrærið saman við. Bræðið hvítt súkkulaði, kælið og blandið saman við kremið.

Athugið að gera þarf eina og hálfa kremuppskrift til að skreyta kökuna með rósum.

Setjið annan kökubotninn á fallegan disk og smyrjið kremi ofan á. Myljið Oreo kex og sáldrið yfir botninn með kreminu. Leggið hinn botninn ofan á og þekið kökuna með þunnu lagi af kremi.
Notið stút 1M eða 2D frá Wilton til að gera rósir, byrjið á miðjunni í rósinni og sprautið svo í hringi.

Hægt er að finna mörg kennslumyndbönd á YouTube sem sýna hvernig á að gera rósir.
Munið að æfingin skapar meistarann!

Kakan er alveg ótrúlega góð og hentar vel þegar von er á mörgum gestum því sneiðarnar eru stórar og kakan er svo seðjandi.


Verði ykkur að góðu!


Ummæli

Vinsælar færslur