Helgartertan og afmælisveisla síðustu helgarKlara Sóllilja átti tveggja ára afmæli í síðustu viku og bauð fjölskyldu og vinum í veislu á sunnudaginn. Þemað átti að vera Hello Kitty en eftir að hafa gengið á milli óteljandi verslana í leit að skrauti játaði ég mig sigraða. En ég fann Hello Kitty kökudiska! Þrautalendingin var bleikt þema, það klikkar ekki í prinsessuafmælum.

Veisluborðið

Ostasalat og döðlupestó

 Ég keypti bleik glös og límdi á þau gjafaslaufur

Afmæliskakan, bleik marmarakaka með hvítu kremiAfmælisbarnið ánægt með hljóðfærin sín, gítar og hljómborð

 Ljósið mitt litla

Á næstu dögum og vikum mun ég deila með ykkur uppskriftum úr afmælisveislunni en ég ætla að byrja á dásamlegri marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hver elskar ekki Rommý? Rommý í marengstertu er ennþá betra, sannið þið til.


Marengsterta sælkerans

Marengsbotnar
4 eggjahvítur
150 g púðursykur
150 g sykur
5 dl Rice Krispies

Stífþeytið eggjahvítur, bætið sykri og púðursykri saman við og þeytið þar til blandan verður alveg stíf eða. Blandið Rice Krispies varlega saman við marengsinn með sleikju. Leggið hringlaga kökuform eða matardisk ofan á tvær bökunarpappírsarkir og teiknið hring eftir forminu/disknum. Skiptið marengsblöndunni á milli arkanna og smyrjið út jafna botna með sleikju eftir teiknuðu hringjunum. Bakið marengsbotnana við 120° í 60 mínútur.


Rjómafylling

500 ml þeyttur rjómi
¾ mangó
1 askja jarðarber
1 askja bláber
5 stk Rommý
4 kókosbollur

Skerið mangó, helming jarðarberjanna, Rommý og kókosbollur í litla bita og blandið saman við þeyttan rjóma ásamt helmingi bláberjanna.
Hvolfið öðrum marengsbotninum ofan á kökudisk og smyrjið helmingi rjómans yfir. Leggið hinn marengsbotninn ofan á og smyrjið afganginum af rjómablöndunni yfir. Skreytið tertuna með afganginum af jarðarberjum og bláberjum.


Öll hráefni í þessa sælkeratertu fást í Fjarðarkaupum.Helgartertan kæru vinir, ég hvet ykkur til að prófa hana.
Góða helgi!Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur