Veislubrownie


Í nýjasta tölublaði Vikunnar eru fimm nýjar uppskriftir eftir mig ásamt stuttu viðtali. Ég hvet ykkur til að verða ykkur úti um eintak.


Meðal uppskrifta í blaðinu er þessi dásamlega veislubrownie sem gaman er að bera á b0rð í sumarblíðunni. Eða öllum gráðunum sjö sem við fáum hérna á Ísafirði ef því er að skipta...
Veislubrownie

Brownie-botn

115 g smjör
230 g suðusúkkulaði
150 g sykur
50 g púðursykur
3 egg
1 tsk vanilludropar
80 g hveiti
2 msk kakó
1/4 tsk salt

Bræðið saman í skál yfir heitu vatnsbaði smjör og grófsaxað suðusúkkulaði. Kælið súkkulaðiblönduna í um 10 mínútur og hrærið síðan sykri og púðursykri saman við. Bætið við einu eggi í einu ásamt vanilludropum. Blandið hveiti, kakó og salti saman við deigið. Sníðið bökunarpappírsörk ofan í botninn á smelluformi og smyrjið formið vel með smjöri eða Pam-spreyi. Hellið brownie-deiginu í formið og bakið neðarlega í ofni við 175° í 30-35 mínútur. Kælið kökubotninn í forminu og setjið hann síðan á kökudisk.Vanillurjómi

400 ml léttþeyttur rjómi
1/2 - 2/3 Royal vanillubúðingur

Hrærið vanillubúðingsdufti saman við léttþeyttan rjóma og smyrjið jafnt yfir brownie-botninn. Athugið að rjóminn er mjög fljótur að stífna og því þarf að hafa hraðar hendur.


Ávaxtaskreyting

2 kiwi
1 askja jarðarber
1/2 askja blabber

Afhýðið kiwi og skerið í sneiðar ásamt jarðarberjum. Raðið kiwi og jarðarberjum fallega yfir kökuna og fullkomnið verkið með bláberjum.Öll hráefni í þessa veglegu veislubrownie fást í Fjarðarkaupum.


 
Góða helgi!


Tinna Björg
 

Ummæli

Vinsælar færslur