Rúsínuspeltbrauð



Ég er ein af þeim fjölmörgu konum sem reyna að sneiða framhjá brauði dagsdaglega. Þótt þetta brauð sé heldur kolvetnaríkt þykir mér það hollari kostur en annað brauð. Það er gerlaust og inniheldur spelt í stað hveitis. Til að gera brauðið enn hollara hef ég stundum notað malað haframjöl í stað spelts en það verður þá ekki eins mjúkt.

1 bolli fræ (t.d. fimmkornablanda)
3 bollar spelt
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli rúsínur
2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 bollar AB mjólk

Setjið þurrefni í skál og bætið AB mjólk síðast saman við. Hnoðið saman í hrærivél og setjið í smurt brauðform.
Bakið við 180° í 40 mínútur.

Takið brauðið strax úr formunum og látið kólna á grind.


Þetta brauð er í algjöru uppáhaldi hjá okkur systrum og ég á það alltaf tilbúið niðursneitt í frystinum. Það er tilvalið til að taka með sér sem nesti í skóla eða vinnu. Ég baka alltaf tvö brauð í einu, sker í sneiðar og pakka tveimur inn saman í plastfilmu eða álpappír. Þegar ég útbý nesti tek ég tvær sneiðar úr frystinum kvöldið áður og smyr svo með smjöri og osti um morguninn.



Verði ykkur að góðu!

Ummæli

  1. Prófaði þetta brauð í gærkvöldi, bara mjög gott. notaði gróft og fínt spelt til helminga, væri gaman að heyra hvað þú gerir í þeim efnum. Brauðið minnir mig á kanilbeyglur með rúsínum, nema það er bara hollara :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Sæl Ingibjörg,
      Það minnir einmitt á kanilbeyglur :)
      Ég nota gróft spelt því ég á það oftast til. Annars finnst mér munurinn vera svo lítill að hægt er að nota hvort heldur sem er.
      En ég er meira fyrir gróft svona almennt.

      Eyða
  2. Já flott að heyra það, nota eingöngu gróft næst :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur