Hollt bananabrauð

Velkomin á matarbloggsíðuna mína!

Þar sem ég er sérleg áhugamanneskja um matargerð og bakstur hef ég ákveðið að halda úti bloggsíðu til að deila ógrynni af uppskriftum sem ég hef sankað að mér í gegn um árin ásamt vangaveltum tengdum matargerð. Safnið samanstendur af bæði hollum og óhollum uppskriftum að hinu ýmsa góðgæti svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Fyrsta uppskriftin sem ég set hér inn er af sykur- og hveitilausu bananabrauði sem ég geri stundum þegar ég vil halda mataræðinu í heilsusamlegri kantinum. Þið verðið að afsaka myndina af brauðinu, ég tók hana í flýti en sannið til, þær verða fallegri og girnilegri með hverju blogginu.
Uppskriftina finnið þið hér.


Endilega fylgist líka með mér á facebook, like-ið og deilið.
Ummæli

Vinsælar færslur