Himnesk hindberjakaka fyrir sumarfríið
Á fimmtudaginn fór sjónvarpsstöðin iSTV formlega í loftið en tæknilegir örðugleikar hafa aðeins verið að gera vart við sig. Allt verður þó komið í lag innan skamms og hægt að horfa á stöð 7 á myndlyklum Símans og 24 á myndlyklum Vodafone. Ef stöðin finnst ekki getur þurft að endurræsa myndlykilinn, ef það dugar ekki til þarf að taka hann úr sambandi og setja aftur í samband. Ef það virkar ekki þá liggur vandamálið að öllum líkindum hjá Vodafone og um að gera að hafa samband við þá.
Ég verð með þátt á miðvikudögum sem kallast Hið Opinbera og fjallar um samskipti einstaklinga við hið opinbera. Treysti því að þið stillið inn klukkan 20.30 næsta miðvikudag og fylgist með frumraun minni í sjónvarpi. Fyrsti þátturinn mun fjalla um starfsemi Bílastæðasjóðs og sá næsti um LÍN.
Við Klara Sóllilja erum að gera okkur klárar fyrir flug til Ísafjarðar en þaðan förum við svo með bát til Grunnavíkur í Jökulfjörðum í fyrramálið. Þar verðum við í tæplega viku og siglum svo til Aðalvíkur á Hornströndum með stuttu stoppi á Ísafirði. Ég segi ykkur betur frá þessari ævintýraferð síðar en þar sem við verðum er hvorki 3G né rafmagn svo samband við umheiminn verður takmarkað við þær fáu mínútur daglega sem ég hef kveikt á símanum mínum. Það eina sem verður í boði er að njóta náttúrunnar og félagsskaparins, yndislegt! Ég ætla ekki að lýsa spennunni, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þriggja ára uppsöfnuð tilhlökkun lítur út.
Af því að ég er svo glöð í dag ætla ég að deila með ykkur einni af mínum uppáhalds kökum. Kremið er algjörlega himneskt, þið bara verðið að smakka það.
Vanillukökur
eru algeng sjón á veisluborðum í Ameríku, oft fallega sprautaðar með smjörkremi
eða þaktar sykurmassa. Mína fyrstu
sneið af vanilluköku smakkaði ég í afmælisveislu amerískrar vinkonu
fjölskyldunnar og þótti hún alveg sérlega góð. Það skemmtilegasta við gerð
vanilluköku er það hversu fjölbreytt val ég hef við kremgerðina. Kremið er hægt
að gera á ótal vegu með mörgum mismunandi bragðtegundum því kakan sjálf passar með næstum öllu. Ég hef mikið dálæti á vanilluköku og þá sérstaklega með hindberjakremi.
Kremið er ekki einungis bragðgott heldur gefa hindberin því líka þennan fallega
fölbleika lit sem gleður augað.
Hindberjasæla
Vanillukaka
420 g hveiti
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
370 ml mjólk
4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
370 ml mjólk
3 stór egg
170 g brætt smjör
3 tsk vanilludropar
Blandið saman í skál hveiti, sykri,
lyftidufti og salti og hrærið mjólk saman við. Bætið eggjum við, einu í einu.
Bræðið smjör og hrærið saman við deigið ásamt vanilludropum. Hellið deiginu í þrjú
20 cm, hringlaga kökuform eða tvö 24 cm form. Bakið kökubotnana við 170° í 30-35
mínútur og kælið.
Hindberjakrem
Hindberjakrem
600
g mjúkt smjör
300 g rjómaostur
150 ml hindberjapúrra (uppskrift fyrir neðan)
1 ½ tsk vanilludropar
600-700 g flórsykur
Þeytið
saman í skál smjör og rjómaost. Gætið að því að rjómaosturinn sé við stofuhita.
Bætið hindberjapúrru og vanilludropum saman við. Þeytið áfram og bætið
flórsykri smátt og smátt saman við smjörblönduna þar til kremið verður nægilega
þykkt.
Setjið einn vanillukökubotn á disk og smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi ofan á. Þegar ég smyr kreminu á þykir mér best að nota til þess pönnukökuspaða. Hvolfið öðrum botni yfir og smyrjið aftur með um 1 cm þykku kremlagi. Hvolfið þriðja kökubotninum yfir tertuna og þekið hana með þunnu kremlagi. Athugið að kremið þarf ekki að vera þykkt í þessari umferð því hún er aðeins til að móta kökuna og koma í veg fyrir að mylsna fari í kremið. Kælið kökuna í 30 mínútur. Smyrjið kökuna síðan með um 1 cm þykku kremlagi og notið sprautustút 2D frá Wilton til að skreyta hana með rósum. Byrjið á að sprauta miðju rósarinnar og sprautið hringinn í kring um miðjuna þar til hæfilegri stærð hefur verið náð.
Setjið einn vanillukökubotn á disk og smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi ofan á. Þegar ég smyr kreminu á þykir mér best að nota til þess pönnukökuspaða. Hvolfið öðrum botni yfir og smyrjið aftur með um 1 cm þykku kremlagi. Hvolfið þriðja kökubotninum yfir tertuna og þekið hana með þunnu kremlagi. Athugið að kremið þarf ekki að vera þykkt í þessari umferð því hún er aðeins til að móta kökuna og koma í veg fyrir að mylsna fari í kremið. Kælið kökuna í 30 mínútur. Smyrjið kökuna síðan með um 1 cm þykku kremlagi og notið sprautustút 2D frá Wilton til að skreyta hana með rósum. Byrjið á að sprauta miðju rósarinnar og sprautið hringinn í kring um miðjuna þar til hæfilegri stærð hefur verið náð.
Hindberjapúrra
250 g frosin hindber
1 msk sykur
½ dl vatn
250 g frosin hindber
1 msk sykur
½ dl vatn
Sjóðið
hindber, sykur og vatn í potti í 5-7 mínútur eða þar til berin hafa soðnað
niður. Sigtið sósuna, kreistið sem mestan safa úr berjunum í sigtinu og kælið.
Ég hvet ykkur til að smakka þessa dásemd, kremið er svo gott að það ratar sjaldnast allt á kökuna.
Fylgist endilega með ferðalagi okkar mæðgna á Instagram, ég mun setja inn myndir þegar ég kemst í 3G samband á Ísafirði og úti á sjó. Notandanafnið er tinnabjorgcom.
Gleðilegt sumarfrí!
Ummæli
Skrifa ummæli