Nýjasta æðið

Berjatínslutímabilið er í fullum gangi þessa dagana. Landsmenn velta svoleiðis berjabláir á rassinum niður hlíðarnar með fullar fötur og er mín fjölskylda engin undantekning. Góðar fréttir fyrir Tinnu sem tínir ekki ber. Ég læt foreldra mína og systur alveg vera við þá iðju, svo sit ég eins og klessa og háma í mig afrakstur erfiðis þeirra. Toppnæs.

Nýjasta æðið hjá mér þessa dagana er grísk jógúrt með rjóma og aðalbláberjum. Himnesk þrenna, ég mana ykkur til að prófa.


Bestu kveðjur,


Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur