Nýtt og spennandi verkefni - Vikan mín í myndum


Jæja þá er skólinn farinn á fullt og allt á yfirsnúningi þessa dagana. Í vikunni vann ég að skemmtilegu verkefni fyrir Króm.is og mun afraksturinn af því samstarfi líta dagsins ljós í september. Ég hvet ykkur því til að fylgjast með.

Ég kíkti í Litlu Garðbúðina fyrir stuttu að skoða nýjasta nýtt í þessari dásamlegu búð. Hún Dagrún og eiginmaður hennar, sem eiga og reka verslunina, veita manni alltaf jafn hlýlegar móttökur. Þegar ég fer þangað með dóttur mína er eins og hún sé komin til þriðju ömmunnar. Þær krúttast saman á meðan ég versla. Verslunarferðirnar bara gerast ekki notalegri. Að þessu sinni leitaði ég til þeirra hjóna í tengslum við verkefnið með Króm. Þau voru að sjálfsögðu meira en til í að vera með og ég gekk alsæl út úr búðinni m.a. með vörur úr nýrri línu sem ég get ekki beðið eftir að smakka. Eða nei annars, ég gekk ekki út úr búðinni með vörurnar, þær voru bornar út fyrir mig. Svo dásamleg er þjónustan.

Einn grár og doppóttur í stíl við skálina sem ég keypti fyrir löngu

Kaffið og teið bragðast betur í góðum bolla

 Svo gamaldags og fallegur

Ný vörulína hjá Litlu Garðbúðinni, fíkjumarmelaði, lakkríssýróp, pestó og margt fleira

Matardiskur og djúpur diskur, svo elegant og fallegt

 Myndgæðin eru afar döpur en þið fáið þó allavega að berja þessar dásemdir augum.

Næst á dagskrá var verslunarferð í Fjarðarkaup.
Svo fór ég í eldhúsið.


Hér er svo smá sýnishorn af herlegheitunum.
 

Núna ætlum við mæðgurnar hins vegar í sveitina að krúttast.
Fylgist með mér á Króm.is í haust kæru vinir.
 Góða helgi!


Tinna Björg

Ummæli

 1. Hérna Tintin, hvað er að "krúttast"?

  En annars líst mér mjög vel á þetta allt hjá þér. Gangi þér vel. :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Samkvæmt íslenskri orðabók er krúttast það sama og að dúllast eða dúlla sér. Flettu því upp Stebb ;)
   Takk takk :)

   Eyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur