Algjört sælgæti
Við vinkonurnar úr Verzlunarskóla Íslands hittumst reglulega í saumaklúbbi þar sem við spjöllum yfir alls kyns kræsingum. Við skiptumst á að bjóða heim og sú sem röðin er komin að sér um veitingarnar. Hrískökur hafa lengi verið vinsælar hjá okkur enda fljótlegar og einfaldar í gerð og alltaf jafn góðar. En þessar hrískökur, sem Tinna vinkona bauð upp á í saumaklúbbnum eitt kvöldið, eru ekkert venjulega góðar. Þær eru eiginlega bara fáránlegar og ég verð að deila uppskriftinni með ykkur.
Sælgætishrískökur
6 stk Mars
15 döðlur
300 g Appolo lakkrískurl
3 msk sýróp
200 g smjör
13 dl Rice Krispies
Skerið Mars og döðlur í litla bita og bræðið saman í potti ásamt lakkrískurli, sýrópi og smjöri. Hitið blönduna að suðu og látið krauma við vægan hita í um 5 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið því næst Rice Krispies saman við bráðina. Notið matskeið til að fylla muffinsform af hrískökublöndu. Látið hrískökurnar kólna áður en þær eru bornar fram.
Þessar ofureinföldu hrískökur eru algjört sælgæti og sniðugt að útbúa þær með börnunum á nammidaginn.
Öll hráefni í sælgætishrískökurnar fást í Fjarðarkaupum.
Ummæli
Skrifa ummæli