Bollakökur sem gleðja augað jafnt sem bragðlaukana
Litríkar bollakökur eru eitthvað sem mér þykir afar skemmtilegt að bera fram í barnaafmælum og öðrum veislum. Þær lífga svo sannarlega upp á veisluborðið og bragðast dásamlega. Sérstaklega eru bollakökurnar vinsælar hjá ungu kynslóðinni. Fyrir nokkrum vikum gerði ég vanillubollakökur með bláu smjörkremi fyrir fermingarveislu. Auðvitað gerði ég nokkrar aukalega til að hafa með kaffinu uppi í hesthúsi. Þið fyrirgefið vonandi arfaslöku myndgæðin, myndin er tekin á lélega símamyndavél í slæmri birtu.

Vanillub0llakökur

Vanillub0llakökur
Bollakökur
270 g sykur
115 g mjúkt smjör
2 stór egg
1 1/2 tsk vanilludropar
280 g hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
245 ml mjólk
Þeytið sykur og smjör sama þar til blandan verður ljós og létt. Bætið við einu eggi í einu ásamt vanilludropum. Blandið saman í aðra skál hveiti, lyftidufti og salti. Hrærið helmingi þurrefnablöndunnar saman við smjörblönduna, síðan mjólkinni og loks afgangi af þurrefnablöndunni. Hrærið deigið þar til allt hefur blandast vel saman. Fyllið muffinsform af deigi til hálfs með matskeið eða teskeið. Bakið bollakökurnar við 170° í 20-25 mínútur og kælið áður en smjörkremi er sprautað á þær.
Smjörkrem
450 g mjúkt smjör
500-600 g flórsykur
2 1/2 tsk vanilludropar
matarlitur eftir smekk
matarlitur eftir smekk
Þeytið smjör til að mýkja það og bætið við flórsykri smátt og smátt. Hrærið því næst vanilludropum og matarlit saman við kremið. Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút 1M eða 2D frá Wilton. Sprautið kreminu á bollakökurnar og myndið fallegar rósir. Byrjið á að sprauta sma kremi í miðju hverrar köku og sprautið áfram í hringi þar til bollakakan er öll þakin kremi.
Tinna
Björg
Ummæli
Skrifa ummæli