Hárbönd fyrir litlar skvísur


Dóttir mín hún Klara Sóllilja var skírð í Kópavogskirkju í lok júní 2013. Skírnarkjólinn keypti móðir mín fyrir öll barnabörnin til að skírast í. Hann er ofboðslega fallegur með síðum bleikum slaufuborða en hægt er að skipta honum út fyrir bláan.


Til að hafa dótturina enn prinsessulegri á skírnardaginn langaði mig í fallegt hárband í stíl við kjólinn en hvergi fann ég búð sem seldi eitthvað í líkingu við það sem ég leitaði að.
 Eftir mikla leit og á síðustu stundu datt mér svo í hug að útbúa hárband sjálf.


Ég keypti teygjanlegan blúnduborða og pappírsblóm sem ég festi saman og límdi á borðann. Í miðju blómanna límdi ég svo bleikar perlur. Hægt er að nota hvaða gerviblóm sem er og ekki er vera ef þau eru úr plasti frekar en pappír.

Úr urðu þessi tvö svona líka ágætu hárbönd. Stelpan er núna orðin 8 mánaða og böndin passa ennþá á hana.Í staðinn fyrir að kaupa stúlkuhárbönd dýrum dómum þá hvet ég ykkur til að prófa að gera þau sjálf. Það kemur á óvart hversu einföld og fljótgerð böndin eru.


Bestu kveðjur,

Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur