Pinterest vikunnar

Þar sem ég er forfallinn Pinterest fíkill ætla ég að vera með ,,Pinterest vikunnar'' færslur á miðvikudögum í vetur. Ég skoða afar sjaldan einhver ákveðin matarblogg en ligg hins vegar slefandi yfir öllum uppskriftunum sem hægt er að finna á Pinterest.

Pinterest vikunnar að þessu sinni er tileinkað makrónubakstri. Makrónur þykja mér ofboðslega fallegar og henta við flest tækifæri, í brúðkaupsveisluna, skírnina, afmælið og ekki síst á smáréttahlaðborðið.
Það skemmtilega við makrónurnar er hversu auðvelt er að leika sér með þær, litadýrðin er endalaus og kremgerðin svo fjölbreytilegt.

Hér eru nokkrar vel valdar myndir af gullfallegum makrónum sem ég fann á Pinterest.

Bleikar og rauðar makrónur málaðar með gulldufti

Makrónur með grænu tei.
Makrónur með lavender

Makrónur með súkkulaðikremi

Hjartalaga rósrauðar makrónur

 Gullmakrónur

Þessar handmáluðu makrónur finnst mér æðislegar. Fallegar í brúðkaupsveislu.

Ferskjumakrónur

Makrónupinnar

Kampavínsmakrónur, núna langar mig í kampavín. Og makrónur.

Jólamakrónur með frostrósum.

Svartar kaffimakrónur.

Nú er um að gera að skella sér í makrónubaksturinn.

Uppskriftir að makrónunum getið þið fundið á töflunni ,,Sweets and desserts'' á Pinterest prófílnum mínum

Notandanafnið mitt á Pinterest er tinnabf.

Góða skemmtun!

Ummæli

Vinsælar færslur