Þakkargjörðarhátíð
Á fimmtudaginn halda Bandaríkjamenn sína árlegu þakkargjörðarhátíð. Af því að ég og
fjölskyldan mín erum svolítið amerísk í hjarta þegar kemur að ást okkar á
mat þá höfum við stundum þakkargjörðarkvöldverð um það leyti sem
hátíðin er haldin. Þetta er auðvitað bara afsökun hjá okkur til að fá
okkur kalkún í nóvember, ekkert dýpra en það.
Síðasta laugardag eldaði ég kalkúnabringur í fyrsta skipti og bjó til mína eigin útgáfu af fyllingu. Þvílíkt lostæti!
Sveskjurnar og eplin í fyllingunni gefa henni svolítið sætan keim og punktinn yfir i-ið setur svo smurosturinn með camembert.
Fylltar kalkúnabringur
(2 bringur fyrir 8-9 manns)
Sveskju-og pecanhnetufylling
8 sneiðar beikon
150 g smjör
1 askja sveppir
1 ½ grænt epli
1 ½ laukur
3 stilkar sellerí
150 g smjör
1 askja sveppir
1 ½ grænt epli
1 ½ laukur
3 stilkar sellerí
150 g pecanhnetur
½ búnt steinselja
½ búnt steinselja
125 g sveskjur
2 tsk kalkúnakrydd frá Prima
2 tsk kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
4 tsk þurrkuð salvía
250 ml rjómi
4 msk smurostur með camembert
2 teningar kjúklingakraftur
10 brauðsneiðar
svartur pipar
2 tsk kalkúnakrydd frá Prima
2 tsk kalkúnakrydd frá Pottagöldrum
4 tsk þurrkuð salvía
250 ml rjómi
4 msk smurostur með camembert
2 teningar kjúklingakraftur
10 brauðsneiðar
svartur pipar
Skerið
beikon í bita og steikið í djúpum potti. Á meðan beikonið kurlast,
skerið sveppi, grænt epli, lauk, sellerí og pecanhnetur í litla bita.
Setjið smjör í pottinn með beikoninu ásamt sveppum, grænu epli, lauk,
sellerí og pecanhnetum og steikið á miðlungs hita í 5 mínútur.
Saxið steinselju, skerið sveskjur í bita og bætið í pottinn. Kryddið með kalkúnakryddi og salvíu.
Setjið
rjóma og smurost með camembert í pottinn og myljið kjúklingateningana
út í. Hitið að suðu og látið krauma við vægan hita á meðan
brauðsneiðar eru skornar í litla teninga. Hrærið síðan brauðteningum saman við
fyllinguna og piprið eftir smekk.
Kalkúnabringur
2 kalkúnabringur (um 1 kg hvor)
sveskju- og pecanhnetufylling
sjávarsalt
hvítur pipar
hvítur pipar
smjörklípa
Kljúfið kalkúnabringur á hlið frá hægri til vinstri. Ekki skera þær alveg í tvennt heldur þannig að hægt sé að opna hvora fyrir sig eins og bók og leggja þær flatar út.
Smyrjið fyllingu yfir opnar bringurnar en hafið annan endann á hvorri bringu auðan svo fyllingin þrýstist ekki út þegar þeim er lokað. Athugið að öll fyllingin kemst ekki inn í bringurnar.
Rúllið bringunum upp og bindið saman með sláturbandi eða garni. Saltið og piprið kalkúnabringur og steikið á báðum hliðum með smjörklípu á háum hita í um eina mínútu. Setjið þær að lokum í ofnskúffu og eldið í ofni við 170° í 45-55 mínútur.
Með kalkúnabringunum höfðum við soðnar kartöflur kryddaðar með smá dilli, ofnbakaðan sætkartöflurétt og kalkúnasósu úr pakka sem pabbi bragðbætti.
Afganginn af kalkúnafyllingunni bakaði ég í ofni í nokkrar mínútur og bar fram með herlegheitunum.
Þvílíka veislan! Ég hvet ykkur til að gera ykkur glaðan þakkargjörðarfimmtudag með þessu ljúfmeti þótt við Íslendingar höldum ekki þessa amerísku hefð. Já eða bara í staðinn fyrir helgarsteikina.
Öll hráefni í fylltu kalkúnabringurnar fást í Fjarðarkaupum.
Verði ykkur að góðu!
Tinna Björg
Örugglega mlög gott
SvaraEyða