Nýja fína stellið og baunabuff með hvítlaukssósu
Ég keypti þennan fallega tebolla og þrjá diska úr nýjasta matar- og testellinu frá Royal Albert um daginn.
Nú þýðir ekkert annað en að gerast fín frú og byrja að safna postulíni.
Fallegir bollar með undirskálum eru einn af mínum helstu veikleikum, sérstaklega ef þeir eru blómóttir. Ég fór fyrir nokkrum vikum í Kolaportið og skoðaði bása með nokkrum fallegum bollum. Þar rakst ég á tvo vel blómótta mánaðarbolla sem komnir voru til ára sinna, gyllingin var orðin afar döpur og hafði kvarnast upp úr einum bollanum. Eigandi bássins ætlaði að selja bollana á 5000 kr. stykkið.
Mér þótti það heldur dýrt fyrir svona illa farna vöru og ákvað því frekar að kaupa mér nýjan bolla úr postulíni með gyllingu á sama verði og byrja að safna í stell.
Svona fallegt postulínsstell er eitthvað sem maður á alla tíð og arfleiðir börnin sín að. Í mínum bókum er það leyfileg afsökun til að kaupa fleiri bolla og diska!
En úr bollahugleiðingum í annað.
Ég varð uppiskroppa með skólanesti og nýtti gærkvöldið í að búa til lágkolvetnahrökkbrauð og þetta ofboðslega góða baunabuff.
Baunabuffið kenndi hún yndislega Magga mér að gera en hún var kokkur á hóteli þar sem ég vann sumarið 2012.
Buffið er eins og það gerist hollast en það er laust við allt hveiti og aukaefni sem er oft að finna í þessum tilbúnu keyptu buffum.
Uppskriftin birtist með viðtalinu í Vikunni í þarsíðustu viku.
Baunabuff
1 dós kjúklingabaunir
1 dós nýrnabaunir
175-200 g haframjöl
3 saxaðir hvítlauksgeirar
4 egg
handfylli söxuð fersk steinselja
¾ msk Season All
1 msk karrý
1 tsk svartur pipar
Maizena mjöl
olía
1 dós nýrnabaunir
175-200 g haframjöl
3 saxaðir hvítlauksgeirar
4 egg
handfylli söxuð fersk steinselja
¾ msk Season All
1 msk karrý
1 tsk svartur pipar
Maizena mjöl
olía
Sigtið baunir og setjið í
skál ásamt öllum öðrum hráefnum nema Maizena mjöli og olíu.
Hrærið í hrærivél þar til allt hefur blandast vel saman.
Ég byrja á að setja 175 g af haframjöli og bæti meira við ef blandan er mjög blaut.
Athugið að þótt erfitt sé að móta buffin þegar blandan er blaut þá verða þau ekki eins þurr þegar þau eru steikt.
Mótið 8-10 buff með höndunum og setjið á bökunarpappírsklædda plötu.
Kælið í ísskáp í 20 mínútur.
Veltið buffunum upp úr þunnu lagi af Maizena mjöli og steikið á pönnu með olíu.
Gott er að frysta buffin sem verða afgangs og hita þau svo upp í ofni í 10
mínútur.
Berið fram með hvítlaukssósu og salati.
Hvítlaukssósa
1 dós sýrður rjómi
2 msk majones
4 pressuð hvítlauksrif
1 ½ tsk hunang
1 tsk gult sinnep
1 msk sítrónusafi
salt
pipar
Hrærið allt saman í skál og smakkið til með salti og
pipar.
Eigið gott miðvikudagskvöld og takk innilega fyrir að fylgjast með.
Tinna Björg
VÁ flott stell !!
SvaraEyðaOhh þetta stell er bara það fallegasta.
SvaraEyðaElska litina <3.
www.strawberriia.blogspot.com
Já það er alveg guðdómlegt!
SvaraEyðaOg hvar er stellið keypt ;)
SvaraEyðaÞað er keypt í Líf og List í Smáralind.
Eyða