Kladdkökumuffins með Reese's kremi
Magga frænka mín og vinkona kom í heimsókn í gærkvöldi og þá var nú nauðsynlegt að eiga eitthvað góðgæti með teinu. Mér þykir fátt notalegra en að sitja í rólegheitum með vinkonunum frá Ísafirði, drekka te og eiga gott spjall. Við gerum það líka reglulega frænkurnar að hittast og prjóna saman eins og gömlum sálum sæmir.
Ég fór í fyrsta lokapróf annarinnar seinnipartinn í gær og gafst því ekki mikill tími fyrir bakstur. Þá brá ég á það ráð að baka þessar stórgóðu kladdkökumuffins. Uppskriftina fékk ég hjá mágkonu minni en hún bakaði þær fyrir okkur í Svíþjóð í síðustu viku. Ég hef séð margar girnilegar kladdkökuuppskriftir en aldrei rekist á þær í muffinsformi fyrr en nú.
Blautar súkkulaðikökur verða seint taldar bragðvondar og eru kladdkökur afar vinsælar í Svíþjóð enda sænskt fyrirbæri. Kosturinn við kladdkökurnar er hversu einfaldar og auðveldar þær eru í gerð. Það er óþarfi að gera sér ferð út í búð fyrir baksturinn því hráefnin eru oftast til á vel flestum heimilum.
Til að gera kökurnar enn ljúffengari rændi ég nokkrum Reese's Peanut Butter Cups sem Sævar minn keypti sér í Fríhöfninni og gerði úr þeim krem á kökurnar.
Súkkulaði og hnetusmjör er himnesk blanda sem getur ekki klikkað og núna þegar ég hef smakkað kladdköku með hnetusmjörskremi leyfi ég mér að fullyrða að hún er ómissandi án þess!
Kladdkökumuffins með Reese's kremi
11-12 stykki
Ég fór í fyrsta lokapróf annarinnar seinnipartinn í gær og gafst því ekki mikill tími fyrir bakstur. Þá brá ég á það ráð að baka þessar stórgóðu kladdkökumuffins. Uppskriftina fékk ég hjá mágkonu minni en hún bakaði þær fyrir okkur í Svíþjóð í síðustu viku. Ég hef séð margar girnilegar kladdkökuuppskriftir en aldrei rekist á þær í muffinsformi fyrr en nú.
Blautar súkkulaðikökur verða seint taldar bragðvondar og eru kladdkökur afar vinsælar í Svíþjóð enda sænskt fyrirbæri. Kosturinn við kladdkökurnar er hversu einfaldar og auðveldar þær eru í gerð. Það er óþarfi að gera sér ferð út í búð fyrir baksturinn því hráefnin eru oftast til á vel flestum heimilum.
Til að gera kökurnar enn ljúffengari rændi ég nokkrum Reese's Peanut Butter Cups sem Sævar minn keypti sér í Fríhöfninni og gerði úr þeim krem á kökurnar.
Súkkulaði og hnetusmjör er himnesk blanda sem getur ekki klikkað og núna þegar ég hef smakkað kladdköku með hnetusmjörskremi leyfi ég mér að fullyrða að hún er ómissandi án þess!
Kladdkökumuffins með Reese's kremi
11-12 stykki
Kladdkökumuffins
3 dl sykur
1 1/2 dl hveiti
4 msk kakó
1/4 tsk salt
2 egg
1 tsk vanilludropar
100 g brætt smjör
Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið eggjum saman við ásamt vanilludropum og bræddu smjöri.
Skiptið deiginu jafnt á milli 11-12 muffinsforma og bakið á undir- og yfirhita við 170° í 17-19 mínútur.
Reese's krem
12 Reese's Peanut Butter Cups
4 msk rjómi
Skerið Reese's í bita og bræðið í potti með rjóma. Látið krauma við miðlungs hita þar til hnetusmjörskekkirnir hafa bráðnað.
Kælið kremið örlítið og smyrjið á muffinskökurnar.
Ummæli
Skrifa ummæli