Út að borða fyrir tvo á Sushisamba

Á þessum fína og fallega laugardegi ætla ég að fara af stað með skemmtilegan Facebook leik.

Þeir sem taka þátt eiga möguleika á að vinna gjafabréf fyrir tvo á Sushisamba sem samanstendur af fordrykk, 5 rétta óvissuferð úr sushi- og sambaeldhúsi og eftirrétti.

Sushisamba er minn uppáhalds sushistaður, maturinn er svo ofboðslega góður og vel útilátinn og umhverfið hlýlegt og skemmtilegt. Svo er starfsfólkið alltaf svo vingjarnlegt, sem mér þykir vera mikill kostur.

Ég er því afar ánægð með að fá tækifæri til að gefa einhverjum heppnum lesanda matarbloggsins gjafabréf á einn af mínum uppáhalds veitingastöðum.


Starfsmenn Sushisamba eru  komnir í jólaskap og af því tilefni hafa þeir deilt með okkur frábærri uppskrift að jólamojito. Skemmtilega kennslumyndbandið þeirra má nálgast hér. Ég hvet ykkur eindregið til að prófa þennan ljúffenga jóladrykk.Til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf á Sushisamba þurfið þið að setja like við Facebooksíðu bloggsins og deila myndinni þar.
Að sjálfsögðu setjið þið eitt like á yndislega Sushisamba í leiðinni.

Verið endilega með kæru vinir!


Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur