Sítrónudropar - ekki bara í baksturinn
Ég er mikið fyrir bakkelsi með sítrónubragði og nota sítrónudropa í kremið á Starbuck's sítrónukökunni góðu.
En sítrónudropar eru ekki einungis nothæfir í baksturinn, hér eru tvö húsráð sem ég lærði fyrir þónokkrum árum og hafa gagnast mér vel.
---
Þegar ég geri hlaup og sultur á sumrin nota ég glerkrukkur sem móðir mín hefur safnað saman í stað þess að kaupa nýjar fyrir formúgu fjár. Ég set krukkurnar í heitt vatn til að ná límmiðunum af þeim en eftir situr alltaf eitthvað lím.
Til að ná líminu af strýk ég af glerkrukkunum með bómullarhnoðra eða tusku sem ég hef vætt með sítrónudropum.
---
Sítrónudropa má einnig nota til að fjarlægja blek úr olíutússpenna af gleri og plasti.
Ég notaði sítrónudropa mikið til að fjarlægja verðmerkingar af plasthúðuðum merkimiðum á gömlum vinnustað þegar ég var unglingur.
Með því að strjúka olíutússinn af merkimiðunum má endurnýta þá í stað þess að kaupa nýja.
---
Að lokum er vert að nefna að sítrónudropar virka afar vel sem naglalakkshreinsir.
---
Ég efast ekki um að einhverjir geti nýtt sér þessi gömlu og góðu húsráð.
Bestu kveðjur,
Tinna Björg
En sítrónudropar eru ekki einungis nothæfir í baksturinn, hér eru tvö húsráð sem ég lærði fyrir þónokkrum árum og hafa gagnast mér vel.
---
Þegar ég geri hlaup og sultur á sumrin nota ég glerkrukkur sem móðir mín hefur safnað saman í stað þess að kaupa nýjar fyrir formúgu fjár. Ég set krukkurnar í heitt vatn til að ná límmiðunum af þeim en eftir situr alltaf eitthvað lím.
Til að ná líminu af strýk ég af glerkrukkunum með bómullarhnoðra eða tusku sem ég hef vætt með sítrónudropum.
---
Sítrónudropa má einnig nota til að fjarlægja blek úr olíutússpenna af gleri og plasti.
Ég notaði sítrónudropa mikið til að fjarlægja verðmerkingar af plasthúðuðum merkimiðum á gömlum vinnustað þegar ég var unglingur.
Með því að strjúka olíutússinn af merkimiðunum má endurnýta þá í stað þess að kaupa nýja.
---
Að lokum er vert að nefna að sítrónudropar virka afar vel sem naglalakkshreinsir.
---
Ég efast ekki um að einhverjir geti nýtt sér þessi gömlu og góðu húsráð.
Bestu kveðjur,
Tinna Björg
Ég ælta sko að prófa þetta á krukkurnar☺
SvaraEyða