Innlit í Fjarðarkaup - Taktu þátt í gjafaleiknum!


Nú fara jólauppskriftirnar mínar að hrúgast inn á bloggið og þá þykir mér viðeigandi að skella í gjafaleik. Ég verð reyndar með tvo gjafaleiki í desember en ætla að byrja á að gefa falleg húsáhöld í samstarfi við Fjarðarkaup. Þau munu án efa koma sér vel við jólabaksturinn.



Ég versla mikið fyrir matargerðina í Fjarðarkaupum og fer þangað sérstaklega til að kaupa ýmsar vörur sem erfitt getur verið að fá annars staðar. Hér á eftir koma nokkrar af mínum uppáhaldsvörum sem ég versla alltaf í Fjarðarkaupum ásamt smá innliti í verslunina.


Ég hvet ykkur til að leggja leið ykkar fyrir jólin í Fjarðarkaup og upplifa sannkallaðan ,,kaupmaðurinn á horninu'' anda. Það er nefnilega alveg einsdæmi að svo stór verslun eins og Fjarðarkaup nái að halda í þennan notalega kaupmannabrag. Þjónustan er fyrsta flokks og starfsfólkið alveg sérstaklega hjálpsamt og vingjarnlegt.



Kökuform úr sílíkoni þykir mér nauðsynlegt að eiga því smelluformin henta ekki í allan bakstur.



Ég nota mína sykurmassastimpla mikið í kökuskreytingar


Áhöld fyrir sykurmassaskreytingar


Þegar unnið er með smjörkrem er gott að eiga svona spaða í mismunandi stærðum.


Sílíkonmottur er hægt að nota á marga vegu. Ég baka smákökur á mínum sílíkon mottum og nota þær alltaf þegar ég er að vinna með marsípan og sykurmassa.



Rosti Margrethe skálarnar eru þær allra bestu og til í dásamlegum litum. Þær hafa endalausan líftíma, ég held að skálin hennar mömmu hljóti að vera orðin um 20 ára.













Pönnurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum. Ég á næst stærstu pönnuna og mæli mikið með henni. Grillpannan er á óskalistanum.



Frosin kirsuber, þvílíka snilldin! Ég nota þau mikið í bakstur, bý til kirsuberjapúrru til að segja í smjörkrem, kirsuberjasósu, set berin í kókosbollubombuna og í marengsterturnar. Svo má ekki gleyma ávaxtaboostinu, frosin kirsuber henta einstaklega vel í svoleiðis hollustu.



Fyrir sushisjúkling eins og mig var það þvílíka lottóið þegar ég rakst á þessa stóru brúsa af Kikkoman sojasósu.



Þegar ég baka sörur þá nota ég skyndikaffi í duftformi, þá þarf ég hvorki að mylja kaffið smærra né leysa það upp.



Dóttir mín erfði víst sælkeragen móður sinnar svo það er ágætt að eiga svona 100% ávaxtaíspinna fyrir hana í frystinum.



Ávaxtapúrra úr ýmsum ávöxtum, handhægt í baksturinn. Svo er líka dásamlegt að nota ávaxtapúrru í kokteila eins og mojito og frosinn daiquiri.



Ég játa að ég er mikil áhugamanneskja um mat í stórum umbúðum, þessir stóru kryddstaukar eru akkurat fyrir mig.



Frosnar kryddjurtir er virkilega gott að eiga í frysti til að grípa í.



Ég kaupi sokkabuxur á dóttur mína í Fjarðarkaupum og þá helst Melton og Mala sokkabuxurnar. Litaúrvalið er gott og sokkabuxurnar fást í mörgum stærðum, svo eru þær líka á góðu verði.



Klipparinn minn mælir með því við mig að nota Pantene hárvörur frekar en að kaupa mér rándýrt sjampó og hárnæringu á hárgreiðslustofu. Það virðist bara ekki vera neitt grín að fá Pantene Pro-V vörurnar. Ég varð því afar ánægð þegar ég fann þessa hillu.



Áður fyrr notaði ég mikið John Frieda sjampó og hárnæringu en virðist vera með ofnæmi fyrir öllum John Frieda vörum. Ég skipti því yfir í þessar hárvörur. Ég er með mjög fíngert og viðkvæmt hár en Creightons vörurnar hafa virkað vel fyrir mína hárgerð.

Bjögga er búin að koma búsáhaldadeildinni í jólabúninginn. Búsáhaldadeildin er fyrsta deildin sem gengið er inn um í versluninni. Það er svo margt fallegt í þessari deild að debetkortið mitt tekur andköf og ég þarf að halda fyrir augun.


















Könglar og ýmislegt skraut fyrir jólaföndrið.











Í búsáhaldadeildinni er að finna tvær línur af kristalsglösum. Tilvalin gjafavara fyrir þá sem vilja safna sér í fallegt kristalsett.




Þessir lampar eru dásamlegir





Hægt er að fá ýmsar myndir á lampann en einnig má setja kúpulinn yfir sprittkerti.




Þessi skál er tilvalin fyrir jólafrómasinn, já eða áramótabolluna.








Teppi sem hægt er að klæða sig í, fyrir allra hörðustu jólakósýkúrara.






Í barnavörudeildinni fæst allt fyrir ungbörn, ýmsar gerðir af snuðum og pelum, hreinlætisvörur, bossakrem, leikföng og margt fleira.



Þessar fann ég í einum frystinum, dásamlegt að geta vippað fram makrónuveislu þegar óvæntir gestir banka á dyrnar.



Kjötborðið er alltaf jafn ferskt og glæsilegt.



Bakaríið í Fjarðarkaupum er í uppáhaldi. Gamla góða bakkelsið sem fær mann hugsa til ömmu og afa fæst þar í miklu úrvali. Nýstárlega bakkelsið auðvitað líka og alls kyns brauðmeti.



Heilsuvörurnar í Fræinu eru endalausar, þvílíkt úrval fyrir þá sem kjósa lífrænar vörur.


Rokka býður upp á þvílíkt úrval af garni og öðrum hannyrðavörum.



Þessi færsla varð aðeins lengri en ég ætlaði mér en þegar ég byrjaði að dæla inn myndum þá gat ég ekki hætt.


Snúum okkur að máli málanna, gjafaleiknum sjálfum.

Þriðjudaginn 15. desember ætla ég að draga út einn heppinn vinningshafa sem fær þetta fallega Margrethe skálasett frá Rosti ásamt fallegum tveggja hæða kökudisk og servíettum í stíl.







Til að komast í pottinn þarf að skrifa athugasemd við þessa bloggfærslu, smella á gjafaleikinn hér og deila honum á Facebook. 

Gaman væri að þið segðuð mér frá ykkar jólahefðum í athugasemdum.



Tinna Björg

Ummæli

  1. æði ! maður þarf greinilega að kíkja í fjarðarkaup. Við stórfjölskyldan bökum saman laufabrauð. Sörubakstur er einnig árlegur hjá fjölskyldunni. Jólatréð skreytt á þorláksmessu, pakkarnir keyrðir út á aðfangadag og svo kíkjum við yfirleitt í heimsókn til frænku minnar eftir að búið er að borða og opna gjafirnar :)

    SvaraEyða
  2. Wow hvað miig langar að komast í þessari búð en þar sem ég á heima f norðan verður það visst ekki í bráð ... Vonast tils að vinna í leiknum hér í staðinn ;-)
    Jólahefðirnar hjá mér eru mjög óhefðbundnar, þegar symir okkar eru m börnin sín eru Jólin hj´aokkur, hvort sem þeð er jól eða áramót :-)

    SvaraEyða
  3. Já takk kærlega - langar voða mikið í svona fallegt dót í eldhúsið :)

    Jólakveðja

    SvaraEyða
  4. Væri til í svona flott Jóla Jóla. Möndlugrauturinn er alltaf föst hefð á mínu heimili, enda mikið í uppáhaldi hjá yngri kynslóðini

    SvaraEyða
  5. Það sem ég elska þessa búð! Fyrirtaks þjónusta og svo mikið af fallegum og skemmtilegum vörum :) Ég fer reglulega í hana.
    Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna þar sem ég elska þessa einu Rosti Margrethe skál sem ég á og dreymir um fleiri!
    Jólakveðja,
    Anna Berglind Svansdóttir

    SvaraEyða
  6. Rosalega margt flott! Heima hjá mér var alltaf gerður jólafrómas sem myndi sóma sér vel í svona skál eins og birtist í færslunni :)
    Salvör Þórisdóttir

    SvaraEyða
  7. Rosalega margt flott! Heima hjá mér var alltaf gerður jólafrómas sem myndi sóma sér vel í svona skál eins og birtist í færslunni :)
    Salvör Þórisdóttir

    SvaraEyða
  8. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  9. Anna Kara Tómasdóttir10. desember 2015 kl. 14:50

    Margt í búðinni sem mig dauð langar í :)
    Fjölskyldan mín er með margar góðar hefðir eins og laufabrauðgerð, sörugerð með systur minni og margt fleira.

    SvaraEyða
  10. Já takk, Fjarðarkaup klárlega besta búðin

    SvaraEyða
  11. Við höfum alltaf bakað piparkökur og skreytt þær fyrir jólin, seinustu ár hafa litlu frænkur mínar fengið að vera með. Mig langar svakalega í skálasettið, en það myndi passa vel inn í mitt eldhús þar sem ALLT er rautt :)

    SvaraEyða
  12. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  13. Yndisleg búð Fjarðarkaup, svona eins og að versla hjá kaupmanninum á horninu, hlý og notaleg stemning. Við systur og mamma hittumst alltaf á aðventunni með börnin þar sem við bökum smákökur, hlustum á jólalög og börnin fá að skreyta piparkökur. Yndisleg hefð sem startar jólunum....Margrethe skálarnar væru tilvaldar í baksturinn og bara til að geyma smákökurnar í, svo fallegar eru þær. Ekki spillir fyrir að þær séu rauðar :)

    SvaraEyða
  14. Æhh ég er alltaf að baka, það er það skemmtilegasta sem ég geri!! Hef dreymt um svona skálar í baksturinn og ekki væri verra geta sett sörurnar á þennan fallega stand :)..

    SvaraEyða
  15. Margt svo flott þarna. Ein af jólahefðunum mínum er að hitta mömmu og systur mínar í kaffi þann 21 des á afmæli föður míns sem lést 1983

    SvaraEyða
  16. Það er alveg ótrúlega margt fallegt til og þessi hreindýra diskur er algjört æði :)

    SvaraEyða
  17. Dásamleg búð sem ég kem alltof sjaldan í , því ég bý á Akureyri

    SvaraEyða
  18. Fjarðarkaup er snilldar verslun! Svo margt fallegt :)

    SvaraEyða
  19. Ég þarf greinilega að kíkja í Fjarðarkaup næst þegar ég fer suður. Fullt af flottu dóti til þar.
    Nú erum við að byrja að skapa okkar eigin jólahefðir og í raun það eina sem er komið á og mikil eftirvænting er eftir er maturinn. En við erum með innbakað folald á aðfangadagskvöld. Svo eru það jólaboðin, það er svosem hefð að kíkja í þau ��

    SvaraEyða
  20. Greinilega fullt af fallegum vörum í fjarðarkaupum, þarf að gera mér ferð þangað við tækifæri :) Gleðilega hátíð!

    SvaraEyða
  21. Elska Fjarðakaup, svo margt fallegt til svo ég enda alltaf á því að versla meira en ég ætlaði ;)

    Helsta jólahaefðin hjá okkur fjölskyldunni er að við förum alltaf öll saman og röltum Laugaveginn á Þorláksmessu og drekkum í okkur jólaandann sem svífur um. Svo eigum við yfirleitt notanlega aðfangadag og erum mjög fastheldin á það sem er í matinn þann dag :)

    jólakveðja
    Erla María Árnadóttir

    SvaraEyða
  22. Geinilega margt fallegt til í Fjarðarkaupum, skrepp þangað næst þegar ég fer suður en verst er að það verður ekki fyrir þessi jól :( En svona er það bara að búa út á landi maður skreppur ekki einn, tveir og þrír :D
    Hátíðarkveðja
    Jónína G. Gunnarsdóttir

    SvaraEyða
  23. Vá ég þarf að gera mér ferð í FK! Sojasósan myndi sko kæta kallinn! Bala annars alltaf ómissandi Bismark smákökur fyrir hver jól :)

    SvaraEyða
  24. Vá! Mig langar að eiga þetta allt :D

    SvaraEyða
  25. okey ég er að fara í Fjarðarkaup á morgun!
    og já mig langar mjög mikið í þessar skálar!

    Kv. Auður Jóna

    SvaraEyða
  26. Æði, já takk :) Fjarðarkaup er flott verslun :)

    SvaraEyða
  27. Eyleif Hauksdóttir10. desember 2015 kl. 22:14

    Þarf greinilega að koma við í Fjarðarkaup næst þegar ég kem í bæinn :)

    SvaraEyða
  28. Glæsileg blogg síða èg einmitt bý út á landi og Reyni alltaf að koma við í fjarðarkaupi þegar ég kíki í bæinn. Bestu Jólakveðjur Svanhvít Elva Einarsdóttir ����

    SvaraEyða
    Svör
    1. En okkar hefðir eru laufabrauð saman fjölskyldan

      Eyða
  29. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  30. Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir11. desember 2015 kl. 01:30

    Purusteik og möndlugrautur er jólahefðin hjá minni fjölskyldu auk þess að skera og steikja laufabrauð :)

    SvaraEyða
  31. Hef aldrei komið í Fjarðarkaup, er greinilega að missa af miklu. Elska svona búðir sem hafa allt til alls, þarft ekkert að fara á fleiri staði!�� Okkar hefðir eru ma. að jólatréð er aldrei skreytt fyrr en á þorláksmessu og svo er eftirrétturinn á aðfangadagskvöld alltaf möndlugrauturinn klassíski. Mér er í raun alveg sama hver aðalrétturinn er ef ég fæ möndlugrautinn minn! :)

    SvaraEyða
  32. Já, takk þetta kæmi sér vel :)

    SvaraEyða
  33. Æðisleg búð, og hefð hjá okkur hjónum er að fara síðustu búðaferð fyrir jól í Fjarðarkaup, þar sem ALLT fyrir jólamatinn fæst

    SvaraEyða
  34. Vá ég verð að fara í þessa búð næst þegar ég fer suður.

    SvaraEyða
  35. Hólmfríður Lilja15. desember 2015 kl. 08:56

    Já takk :) sé að maður þarf að gera sér ferð og kíkja í Fjarðarkaup :)

    SvaraEyða
  36. Já takk þetta kæmi sér vel. Alltaf hægt að finna eitthvað fallegt og sniðugt í Fjarðarkaup ;)

    SvaraEyða
  37. Já takk. Fjarðarkaup er skemmtilegasta búðin á Íslandi en stend mig oft að því versla miklu meira en ég ætla mér þegar ég fer þangað, þar sem úrvalið er svo frábært :)

    SvaraEyða
  38. Elska Fjarðarkaup. Uppáhalds búðin mín, svo flottar vörur og besta kjötborðið

    SvaraEyða
  39. Það er svo margt fallegt í Fjarðarkaup! Besta búðin og auðvitað í heimabænum mínum Hafnarfirði. Verð að fara að gera mér ferð þangað sem fyrst! :)

    SvaraEyða
  40. Ég vildi óska þess að Fjarðarkaup væri hér fyrir vestan - svo margt fallegt til :)

    SvaraEyða
  41. Ég elska Fjarðarkaup og verslaði mikið þar þegar ég var að vinna í nágrenninu. Fer reglulega í þessa búð, þó ég sé löngu hætt á þessum vinnustað og búi þar að auki í Mosfellsbæ :)

    SvaraEyða
  42. Já takk ..þetta er glæsilegt ;)

    SvaraEyða
  43. Þetta er glæsilegt :) já takk
    kv. Sigríður

    SvaraEyða
  44. Já takk, væri svo til í þetta :)

    SvaraEyða
  45. Jú, jólahefðirnar eru miklar..ýmsar frá minni barnæsku og fleiri sem við erum að skapa með okkar börnum..svo gaman að grípa í hefðirnar hvort sem þær snúa að því að baka ákveðnar smákökusortir, setja ákveðið jólaskraut á sama venjulega staðinn eða að fjárfesta í enn einni jólakúlunni...Jafnvel það að eiga saman kvöldstund með kertaljósi og kakó og horfa á Christmas Vacation er óendanlega dýrmætt og notalegt.. Allt skapar þetta minningar og aldrei á maður nóg af þeim... :)

    SvaraEyða
  46. Mér finnst Fjarðarkaup æðisleg búð og reyni alltaf að koma þar við þegar ég á leið í bæinn,(bý út á landi) jólakveðjur Guðríður

    SvaraEyða
  47. Jólahefðirnar mínar byrja á aðventunni. Það er ómissandi að fara til móðursystur minnar og skera út laufabrauð með stórfjölskyldunni. Hún fletur út kökur og við skerum út og hjálpumst svo að við að steikja, í leiðinni steikjum við soðið brauð með kúmeini og borðum það ilvolgt úr pottinum. Þetta er hefð sem ég er alin upp við og finnst þetta yndisleg stund með fjölskyldunni. Takk fyrir mig og gleðilega hátið!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Með jólakveðjum, Rósa Margrét Húnadóttir

      Eyða
  48. Við pabbi höfum alltaf gert jólakaramellur saman fyrir jólin og með mömmu hef ég alltaf bakað lagkölu og appelsínusúkkulaðidropakökur. Svo mér finnst líka bara ótrúlega gaman að baka þannig að það væri nú alveg ótrúlega gaman að eiga svona fallegar skálar til að baka í og svona fallegann disk til að bera fram það sem maður bakar :)

    SvaraEyða
  49. Vá hvað ég væri til í svona :) Jólahefðirnar hjá minni fjölskyldu eru dáldið mismunandi... fer eftir prófum verkefnum og þannig :) síðustu jól hef ég verið mjög upptekin í prófatíð þannig það fer lítið fyrir jólaundirbúningi

    SvaraEyða
  50. Baka smákökur og skrifa jólakort hlustandi á jólalög :)
    Hera Brá Gunnarsdóttir

    SvaraEyða
  51. Við stórfjölskyldan reynum að hittast og baka saman hinar ýmsu smakökur,þa einna helst sörur og mömmukökur...

    SvaraEyða
  52. Eg var einmitt þarna i gær að kaupa vörur fyrir jòlin

    SvaraEyða
  53. Eg var einmitt þarna i gær að kaupa vörur fyrir jòlin

    SvaraEyða
  54. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  55. Birna Jónsdóttir15. desember 2015 kl. 11:07

    Ótrúlega gaman að fara í þessa verslun, bráðnauðsynlegt fyrir jólin :)

    SvaraEyða
  56. Vildi að væri svona flott búð þar sem ég bý kv Guðný

    SvaraEyða
  57. Frábær kynning á búðinni, maður verður að fara þarna fyrir jólin. Kv. Lilja Högnadóttir

    SvaraEyða
  58. Vá næstum eins og maður sé sjálfur á staðnum :) Maður þarf klárlega að gera sér ferð í Hafnarfjörðinn :)

    SvaraEyða
  59. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  60. Fjarðarkaup er besta búðin á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu :)

    SvaraEyða
  61. Mikið er þetta allt fallegt. Gaman væri að vinna þessar flottu vörur frá Fjarðarkaup
    Fanný M. Bjarnardóttir

    SvaraEyða
  62. Þetta er allt svo flott væri til í allt í þessari verslun :)

    SvaraEyða
  63. Jólahefðirnar hjá okkur eru frekar hefðbundnar. Ég reyni að baka þristatoppa og skreyta í byrjun desember. Svo á aðfangadag höfum við heimsótt önmur mínar og farið með pakkana. Ég væri svo til í að vinna þennan frábæra pakka frá Fjarðarkaupum. Þessi búð er æðisleg, alltaf gaman að koma þar.

    SvaraEyða
  64. Greinilegt að maður þarf að gera sér ferð í fjarðarkaup í næstu bæjarferð :)

    SvaraEyða
  65. Ji, hvað þetta er allt svo fallegt! ❤️ Ég þarf greinilega að fara að leggja leið mína í fjörðinn fagra.

    SvaraEyða
  66. Ég elska fjarðarkaup og fer þangað í hvert skipti sem ég kem í bæinn,

    SvaraEyða
  67. Væri dásamlegt - flott úrval í fjarðakaup greinilega

    SvaraEyða
  68. Vá!! Þetta lítur sannarlega vel út og væri vægast sagt himnasending að vera dregin út og fá svona flottan jólaglaðning. Þær eru nokkrar jólahefðirnar á mínum bæ, eins og t.d. að skreyta jólatréð saman fjölskyldan á Þorláksmessu og setja seríurnar í samband þegar klukkan slær 18 á aðfangadag. Svo er það að drekka heitt kakó með smákökum, skera út laufabrauð saman fjölskyldan, horfa á árlegu jólamyndirnar, sækja okkur jólatré í skóginn...og ótal margt fleira. Dásamlegur tími í alla staði...sannkallaður fjölskyldutími :) Já takk á þessa flottheita veislu :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur