Innlit í Litlu Garðbúðina og Jólagjafaleikur - Taktu þátt!


Þá er komið að seinni gjafaleiknum fyrir jólin. Að þessu sinni ætla ég að gefa dásamlegar vörur frá ofurkrúttlegu versluninni sem ég held svo mikið upp á, Litlu Garðbúðinni. Stuttu eftir að ég byrjaði með matarbloggsíðuna uppgötvaði ég þessa dásamlegu en vel földu garðvöru- og búsáhaldaverslun. Þar er að finna ógrynni af fallegum vörum í bæði sveitarómantískum og rustic stíl. Það sem ég elska mest við Litlu Garðbúðina er hvað þessar fallegu vörur eru á góðu verði og því tilvaldar sem gjafavara fyrir ýmis tækifæri. Verðlagning á vörum sem mörg fyrirtæki markaðssetja sem ,,gjafavöru'' finnst mér nefnilega vera upp úr öllu valdi.
Verslunin, sem staðsett er á Höfðabakka 3 í Reykjavík, er í eigu yndislegra hjóna sem taka hlýlega á móti viðskiptavinum með bros á vör.

Ó allt þetta bleika. Pullan niðri í vinstra horninu verður dóttur minnar einn daginn, passar fullkomlega inn í leikherbergið hennar.

 Mér finnst svo fallegt að blanda fallegu bleiku, bláu og rauðu litunum saman við þessa látlausari og mildari liti.


 Rauða línan er æðisleg á brúnu viðarborði. Fallegar glerflöskur fyrir vatn og aðra drykki.


 Súkkulaði- og karamelluviðbit og sinnep.

Irish Cream og lakkríssýróp. 

Glerkrukkur og kaffikrúsir eru nauðsynlegar á hvert heimili. 

Konfekt og sælgæti, sultur, marmelaði, alls kyns sinnep og annars konar viðbit, límonaði, saft og ótrúlega falleg viðarskurðbretti.

Servíettur og alls kyns krydd, m.a. lakkrískrydd, ásamt ýmsum gerðum af salti, ostasalt, jurtasalt ofl.


Jólavörurnar eru dásamlegar. 

Vandaðir og fallegir penslar í eldhúsið.

Hvítlaukssalt ofl. 

 Lemon curd, marmelaði og chutney.

Allt fyrir jólakósý, möndlu- og rúsínusnakk, jólaglögg og lakkríssýróp. 

Límonaði með granateplum og beikum greipávexti. Gríðarlegt úrval af blóma- og matjurtafræjum ásamt ýmsum garðyrkjuvörum. Ég er einmitt alltaf á leiðinni að fá mér litla plöntustöð til að rækta kryddjurtir af því að ég virðist vera með brúna fingur frekar en græna.Þessir mjúku jólasveinar eru dásamlegir. Það situr einn svona í glugganum í leikherbergi dóttur minnar. 


Ilmkerti, klukkur og alls  kyns skraut. 


Ég er svo svag fyrir hreindýrum.. Piparkökuhús sem endist og endist. 

Púðar, löberar og dúkar. 


Mér þykir hreindýrahornin sérstaklega falleg en þau fást í mismunandi stærðum og litum. 

Þegar ég eignast stærra eldhús..einn daginn...Fallegri garðyrkjuhanskar og -áhöld er hvergi að finna. Þvílíkar gersemar sem fást í þessari búð og á sanngjörnu verði í þokkabót. Ef ég væri ekki námsmaður þá fengi kortið mitt að heimsækja posann í Litlu Garðbúðinni nokkrum sinnum í viku. Ég hvet ykkur til að kíkja við í þessari dásamlegu verslun og gera góð kaup fyrir jólin.

Af því að það er svo stutt í jólin langar mig að gefa einum heppnum lesanda jólagjöf með öllum þessum fallegu vörum frá Litlu Garðbúðinni.

Bleikt Saga of Sweden greiplímonaði

Hand made stimpill frá Madam Stoltz til að stimpla baksturinn. Ég er reyndar ekki viss hvort ég sé tilbúin til að láta hann frá mér!

Saga of Sweden rabarbarasælgæti.

Fallegur ísbjörn til að hengja á jólatréð eða setja í jólaskreytinguna.

Gullfallegt hreindýrahorn til að hengja á jólatréð eða hafa í skreytingu.

Vandað og fallegt viðarskurðbretti frá Madam Stoltz. 


Það sem þú þarft að gera til að taka þátt í jólagjafaleiknum er þetta:
 1. Líka við Facebooksíðu bloggsins hér.
 2. Deila myndinni af gjafaleiknum á Facebook hér.
 3. Kvitta að því loknu við þessa bloggfærslu hér að neðan.

Á Þorláksmessu mun ég síðan draga út þann heppna vinningshafa sem hlýtur þessa veglegu jólagjöf. Fylgist með á Facebooksíðu tinnabjorg.com og á Instagram en þar mun ég tilkynna um vinningshafann.Tinna Björg


Ummæli

 1. Já takk, væri sko mikið til í þennan glaðning :) Gleðileg jól!

  SvaraEyða
 2. Já takk, væri vel þegið að fá smá jólaglaðning.

  SvaraEyða
 3. Vá vá vá hvað þetta er falleg búð😍 Mig langar î allt þarna inni!
  Viðarbrettið frá mömmu brotnaði einmitt um daginn og kæmi þessi jólaglaðning úr því sér vel 😀

  SvaraEyða
 4. Þessi búð er æði. Væri sko heldur betur til í vörur frá þeim! :)

  Kv. Anna Gísladóttir :)

  SvaraEyða
 5. Frábær heimasíða.

  SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur