Drykkur sem hreinsar og hressir


Þið hafið eflaust flest heyrt talað um ávinning þess að drekka sítrónuvatn í morgunsárið. Fyrir viðkvæma maga eins og minn er ofboðslega gott að byrja daginn á einu glasi. Ég krydda hins vegar aðeins upp á mitt sítrónuvatn, bókstaflega.
 Hreinsar, bætir og kætir.


Frískandi hreinsunardrykkur

1 sítróna
1/4 agúrka
5 stilkar mynta
3 cm engifer
1/6 - 1/4 tsk cayennepipar
 1 l vatn

Skerið sítrónu og agúrku í sneiðar. Rífið niður myntulauf og afhýðið og sneiðið engifer. Setjið sítrónu, agúrku, myntu, og engifer í vatnskönnu eða flösku ásamt cayennepipar. Fyllið könnuna af vatni.
Látið standa í ísskáp í að minnsta kosti 2 klst. Gott er að gera drykkinn kvöldið áður og eiga hann tilbúinn morguninn eftir.

Athugið að cayennepiparinn er ofboðslega sterkur svo farið varlega með hann, byrjið á litlu og bætið svo við eftir smekk.

Þeir sem vilja smá sætu á móti sítrónunni og piparnum geta hrært 1 tsk af hunangi út í vatnið, það er alveg ljómandi gott.

Einfalt, fljótlegt, hreinsandi og gott í magann!


Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur