Gjafaleikur í samstarfi við Litlu Garðbúðina


Ég fer reglulega í eina af mínum uppáhalds búðum, Litlu Garðbúðina, að kaupa mér eitthvað fallegt í eldhúsið. Þið sem fylgist með blogginu hafið eflaust orðið vör við ást mína á þessari verslun enda með eindæmum fallegar og rómantískar vörur hjá þeim dúlluhjónunum sem reka hana, akkurat minn stíll.

 Í Litlu Garðbúðinni er að finna alls kyns borðbúnað og dúllerí fyrir heimilið auk mikils úrvals af fallegum og öðruvísi garðyrkjuvörum.

Bloggfærslu um mína fyrstu verslunarferð í Litlu Garðbúðina getið þið lesið hér. Ein af þeim vörum sem komu heim með mér í það skiptið var þessi fallegi bleiki kökudiskur á tveimur hæðum. Síðast þegar ég verslaði í Litlu Garðbúðinni fór ég heim með einn svona kökudisk aukalega ásamt tveimur dásamlega dúllulegu könnum í stíl við diskinn. Ég er mikill könnu- og bollaunnandi, alveg óþarflega mikill. Te og kaffi bragðast bara einfaldlega miklu betur sé það drukkið úr fallegu máli, það er heilagur sannleikur.


Í dag er ég í gjafastuði og ætla að setja af stað Facebookleik, hver elskar ekki svoleiðis? Tveir heppnir Facebookvinir bloggsins fá glaðninga frá Litlu Garðbúðinni. Annars vegar dreg ég út vinningshafa fyrir kökudiskinn fallega og hins vegar könnurnar tvær.


Þvílík fegurð!

 Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er setja Like við Facebooksíðuna mína hér ef þið hafið ekki gert það nú þegar og deila þessari bloggfærslu áfram á Facebook. 

Svo auðvitað smella allir fagurkerar einu Like á Facebooksíðu Litlu Garðbúðarinnar líka.

Þið megið endilega segja mér hvort þið viljið heldur könnurnar tvær eða kökudiskinn.


Skellum okkur í þetta kæru vinir!

Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur