Vinningshafar í gjafaleik í samstarfi við Litlu Garðbúðina


Jæja þá er komið að því að tilkynna vinningshafana tvo í gjafaleiknum, spennó! Fyrst vil ég þakka ykkur öllum sem tókuð þátt kærlega fyrir. Ég átti nú svosem von á góðri þátttöku enda vinningarnir alveg dásamlegir en hún fór framúr mínum björtustu vonum. Svo takk aftur öll sem eitt.

Fyrsti vinningshafinn í Facebookleiknum er Sigríður Elísabet Benediktsdóttir. Hún ætlar að bera fram alls kyns góðgæti á nýja tveggja hæða kökudisknum sínum.


Síðari vinningshafinn er hún Kristín Hrönn Hreinsdóttir. Núna getur hún gætt sér á kaffi með góðri vinkonu úr könnunum fallegu.


Innilega til hamingju stelpur og kærar þakkir fyrir þátttökuna!

Ég hvet þá sem langar ægilega mikið í svona fallegan kökudisk eða könnu að gera sér ferð í Litlu Garðbúðina. Þar fást alls kyns fallegar vörur á góðu verði, sjón er sögu ríkari. Kökudiskurinn kostar 2.980 krónur, sem er verulega lítið fyrir fallegan tveggja hæða kökudisk í dag. Trúið mér, ég ætti að vita það enda með meiri ástríðu fyrir kökudiskum en góðu hófi gegnir. Svo kosta könnurnar aðeins 890 krónur stykkið. Gjöf en ekki gjald fyrir svona dásemd.


Takk fyrir mig!

Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur