Fimmti þáttur af Matur & Vín á KrómTV
Í fimmta þætti af Matur
& Vín á Króm.is sýni ég ykkur hvernig á að baka himneskar bananasnittur með
kaffinu. Fjölskylduskúffukakan kemst á eitthvað allt annað og æðra stig með
tvenns konar kremi, bananakremi og súkkulaðiganache.
Baksturinn þarf ekki að vera flókinn, einföld
skúffukaka með smá tvisti getur verið nóg til að heilla vini og vandamenn upp
úr skónum um helgina. Svo er þessi dásemd líka tilvalin fyrir kökukaffið í
vinnunni.
Ég hef áður deilt með ykkur uppskrift að bananasnittukökunni en hún er svo dásamlega góð að hún á alveg skilið að vera deilt aftur.
Súkkulaðiganache
250 ml rjómi
175 g suðusúkkulaði
250 ml rjómi
175 g suðusúkkulaði
Hitið rjóma að suðu og saxið suðusúkkulaði smátt. Athugið þó að rjóminn má
ekki sjóða. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Látið standa ósnert í 5 mínútur og hrærið svo
súkkulaðinu og rjómanum saman þar til blandan verður að þunnu kremi.
Kælið í ísskáp þar til kremið verður seigfljótandi og nógu þykkt til að hægt sé að hella því yfir kökuna án þess að það leki niður með hliðunum. Þetta getur tekið nokkrar klukkustundir en mikilvægt er að fylgjast vel með kreminu svo það verði ekki of þykkt. Gáið að kreminu á 30 mínútna fresti.
Skúffukaka
4 1/2 dl hveiti
4 1/2 dl sykur
1 dl kakó
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 1/2 dl vatn
1 dl grísk jógúrt
1 dl mjólk
2 egg
175 g brætt smjör
3 tsk vanilludropar
Blandið þurrefnum saman í skál. Hrærið vatni, grískri jógúrt og mjólk saman við þurrefnin.
Bætið við eggjum, bræddu smjöri og að lokum vanilludropum.
Smyrjið ferkantað kökuform og hellið deiginu ofan í.
Smyrjið ferkantað kökuform og hellið deiginu ofan í.
Bakið við 175° í 30-35 mínútur.
Kælið kökuna á meðan kremið er útbúið.
Athugið að ekki má opna ofninn fyrr en skúffukakan hefur bakast í um 30 mínútur eða þar til miðjan hefur bakast. Sé ofninn opnaður á meðan hún er hrá í miðjunni fellur kakan. Til að athuga hvort kakan sé bökuð í gegn, stingið prjóni í hana miðja. Ef prjónninn kemur hreinn upp úr kökunni er hún tilbúin.
Bananakrem
250 g mjúkt smjör
300 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
2 bananar
250 g mjúkt smjör
300 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
2 bananar
Þeytið smjör þannig að það verði alveg mjúkt og
kekkjalaust. Bætið þá við flórsykri og vanilludropum. Maukið banana í blandara
og þeytið vel saman við kremið á hæstu stillingu.
Smyrjið bananakremi á kökuna og hellið súkkulaðiganache yfir.
Smyrjið bananakremi á kökuna og hellið súkkulaðiganache yfir.
Skerið kökuna í snittur og raðið á fallegan disk.
Ef svo ólíklega vill til að eftir verði afgangur af
kökunni er best að loka hliðum kökunnar með plastfilmu og geyma hana í kæli.
Endilega fylgist með mér á Facebook
og
Instagram @tinnabjorgcom
Verði ykkur að góðu!
Tinna Björg
www.krom.is
www.krom.is
Ummæli
Skrifa ummæli