fimmtudagur, 4. desember 2014

Aðventukransinn í ár


Aðventukransinn er einfaldur í ár en ég er ofsalega ánægð með hann engu að síður.


Í kransinn fer eitt búnt af greni og eitt af sýprus sem vafið er utan um basthring og fest með mjúkum vír. Kerti úr Söstrene Grene eru fest með stífum vír sem stungið er í kertin og niður í kransinn. Köngla úr garðinum spreyjaði ég síðan með hárlakki, velti þeim upp úr hvítu glimmeri og tyllti þeim ofan á kransinn.

Njótið kvöldsins.


Tinna Björg

Engin ummæli:

Skrifa ummæli