Jólaísinn


Það er innan við mánuður til jóla og þá þarf að huga að máli málanna. Hvað á að hafa í eftirrétt? Eða er þetta kannski ekki svona dramatískt hjá fólki svona almennt? Sennilega ekki. Eftirrétturinn á aðfangadag er oftast sá sami enda er fjölskyldan mín með eindæmum vanaföst, sérstaklega ég. Við höfum haft það fyrir venju að hafa Daim-ís og jarðarberjafrómas á aðfangadag. Systir mín gerði hins vegar nýja útfærslu af jólaísnum sem kom ótrúlega vel út. Þessi ís er algjört sælgæti, svo ekki sé nú meira sagt.
Þið afsakið myndgæðin, græðgin bar mig ofurliði...


 Jólaís með Snickers og marengs

2 eggjarauður
2 egg
90 g sykur
1 tsk vanilludropar
500 ml þeyttur rjómi
100 g Snickers
1/4 - 1/3 hvítur marengs

 Þeytið eggjarauður, egg, sykur og vanilludropa þar til blandan verður ljós og létt. Blandið stífþeyttum rjóma varlega saman við. Saxið Snickers í bita, myljið marengs gróflega og blandið varlega saman við ísblönduna.
Setjið ísinn í hringlaga form eða brauðform og frystið í að minnsta kosti 5 klst.

Svo silkimjúkur og dásamlegur! Það sem gerir ísinn svo mjúkan eru eggjahvíturnar sem fá að fljóta með.
Ég hvet ykkur til að prófa þennan. Eða jafnvel setja Daim í staðinn fyrir Snickers.


Takk fyrir að fylgjast með mér!

Endilega fylgið mér á Instagram @tinnabjorgcom
og


Tinna Björg

Ummæli

  1. Þessi ís er hrein snilld, takk fyrir að deila

    SvaraEyða
  2. Hvað fer þetta í stórt form?

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur