Jólaleikur tinnabjorg.com!


Þótt síðan mín sé fyrst og fremst matarblogg þá þykir mér nú ekki leiðinlegt að blogga um fallega hluti inn á milli. Ég pantaði Omaggio afmælisvasa frá Kähler til að setja jólagreinarnar mínar í og er alveg ótrúlega ánægð með hann, þvílík fegurð. Mér finnst ekki skrýtið að hann hafi selst upp á mettíma bæði í forsölu og almennri sölu.


Ég er svo ótrúlega ánægð með viðtökurnar sem bloggsíðan hefur fengið þetta eina og hálfa ár sem ég hef haldið henni úti. Mig langar að þakka fyrir mig með því að gefa einn svona fallegan afmælisvasa frá Kähler. Ég vildi auðvitað óska þess að ég gæti gefið öllum fylgjendum síðunnar vasann en það er svolítið fjarstæður draumur.

Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt í leiknum  er þetta:

          1. Líka við Facebook-síðu bloggsins.
          2. Smella á linkinn hér og deila myndinni sem birtist.
              Athugið að myndin sé alveg örugglega stillt á public.


Ég dreg út einn heppinn vinningshafa á Þorláksmessu, fylgist með!


Jólakveðja,


Tinna Björg

Ummæli

Vinsælar færslur