Ómissandi meðlæti með jólasteikinni


Á aðfangadag borðar fjölskyldan mín hamborgarhrygg eins og svo ótal margir Íslendingar. Hjá okkur systrum er það fastur liður að skera niður ávexti og búa til ávaxtasalatið hennar ömmu snemma á aðfangadag. Móðir mín ólst upp við að fá ávaxtasalat með jólasteikinni og við systkinin líka. Það er ómissandi hluti af jólaveislunni en við göngum fulllangt í gleðinni og gerum fullan þvottabala af salatinu. Svo borðum við það næstu daga með öðrum afgöngum.


Ávaxtasalat

2 rauð epli
1 appelsína
2 mandarínur
2 bananar
250 g vínber
100 g Milka súkkulaði
350 ml rjómi


Afhýðið epli, appelsínu, mandarínur og banana og hreinsið kjarnann úr eplinu. Skerið ávextina í litla bita ásamt vínberjum og Milka súkkulaði og blandið öllu saman í skál. Léttþeytið rjóma og blandið varlega saman við salatið.

Einfalt og svo ótrúlega gott meðlæti með jólasteikinni. Ég hvet ykkur til að innleiða þessa hefð í jólahaldið, þið sjáið ekki eftir því.

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Fjarðarkaupum.



Tinna Björg

Ummæli

  1. 'Eg geri líka þetta sallat alltaf um jólin og búin að gera í rúm 40 ár,mjög gott á brauð líka

    SvaraEyða
  2. 'Eg ættla að prufa þetta salat.

    SvaraEyða
  3. þetta ætla ég að prufa líka

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur