Súrsætar sítrónukökur
Þar sem ég var í svo miklum formkökuhugleiðingum í gær datt mér í hug að birta tvær uppskriftir að sítrónukökum sem ég held mikið upp á. Kökurnar eru keimlíkar en það má segja að önnur kakan sé fullorðinslegri útgáfa af hinni, svona eins konar stóra systir.
Starbuck's sítrónukaka til vinstri. Svissnesk sítrónukaka til hægri
Starbuck's sítrónukökunni (Starbuck's Lemon Pound Cake) kynntist ég á kaffihúsi á Flórída fyrir fimm árum. Síðan þá hef ég ekki getað hætt að hugsa um hana. Í fyrra fór ég svo til New York og endurnýjaði kynnin við kökuna nokkrum sinnum á meðan dvölinni stóð. Það var svo ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum sem ég rakst á uppskriftina á netinu í enskri útgáfu. Ég hef reyndar aðeins breytt henni en ég vil hafa örlítið meira sítrónubragð en uppskriftin gefur upp.
Síðan er það svissneska sítrónukakan sem er alveg meiriháttar góð. Hún inniheldur möndlur, rjóma og sýrðan rjóma sem gefa henni góða fyllingu. Ristuðu möndluflögurnar og kókosinn fara ótrúlega vel saman við súra glassúrinn.
Ég mæli með því að þið prófið báðar kökurnar og berið saman kæru vinir.
Njótið dagsins!
Tinna Björg
Ummæli
Skrifa ummæli